Enski boltinn

Segir Liverpool hafa gert það sem það geti fyrir Salah

Sindri Sverrisson skrifar
Liverpool FC v FC Internazionale: Round Of Sixteen Leg Two - UEFA Champions League LIVERPOOL, ENGLAND - MARCH 08: Mohamed Salah of Liverpool in action during the UEFA Champions League Round Of Sixteen Leg Two match between Liverpool FC and FC Internazionale at Anfield on March 08, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images)
Liverpool FC v FC Internazionale: Round Of Sixteen Leg Two - UEFA Champions League LIVERPOOL, ENGLAND - MARCH 08: Mohamed Salah of Liverpool in action during the UEFA Champions League Round Of Sixteen Leg Two match between Liverpool FC and FC Internazionale at Anfield on March 08, 2022 in Liverpool, England. (Photo by Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images)

Ákvörðunin um það hvort að Mohamed Salah framlengi samning sinn við enska knattspyrnufélagið Liverpool liggur í höndum Egyptans sem nú ætti að vita hvað Liverpool hefur að bjóða.

Af orðum Jürgens Klopp að dæma hefur Liverpool svo gott sem gert Salah lokatilboð um nýjan samning. 

Núgildandi samningur Salah rennur út sumarið 2023 og forráðamenn Liverpool hafa sjálfsagt engan áhuga á því að einn albesti leikmaður heims fari frítt frá félaginu þá. Skárra væri sennilega að selja hann í sumar ef samningar næðust ekki.

Klopp tjáði sig um samningsstöðu Salah á blaðamannafundi í dag fyrir hádegisleikinn gegn Brighton á morgun, í ensku úrvalsdeildinni:

„Mo býst við því að félagið sýni metnað. Við höfum gert það og gerum það. Við getum ekki gert mikið meira. Þetta er ákvörðun Mos. Félagið gerði það sem það gat gert. Þetta er allt í góðu að mínu mati. Það hefur ekkert frekar gerst, engin undirskrift eða höfnun. Við verðum bara að bíða. Það liggur ekkert á.“

Salah hefur skorað 27 mörk á þessari leiktíð fyrir Liverpool auk þess að vinna silfurverðlaun með Egyptalandi á Afríkumótinu fyrir rúmum mánuði síðan.

Með Salah í fararbroddi er Liverpool í harðri baráttu við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn, búið að vinna enska deildabikarmeistaratitilinn, komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu sem og í 8-liða úrslit ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×