Fleiri fréttir

Fordæma fangelsun blaðamanna

Samtök bæði lögfræðinga og blaðamanna í Mjanmar afhentu Win Myint, forseta ríkisins, bréf í gær þar sem lýst var áhyggjum af sakfellingu og fangelsun tveggja blaðamanna Reuters.

Versti ebólufaraldur í sögu Austur-Kongó

Á fjórða hundrað hafa sýkst af ebólu í Afríkuríkinu Austur-Kongó. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af gangi mála. Nokkur fjöldi ungra barna greinist með ebólu og árásir skæruliða hafa torveldað starf stofnunarinnar.

Tugir fórust í sjálfsmorðsárás

Að minnsta kosti 26 fórust og 50 særðust þegar sjálfsmorðsárásarmaður sprengdi sig í loft upp í mosku á herstöð í Khost-fylki Afganistans í gær.

Limur í stað Trumps forseta

Wikipedia-síðunni fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var breytt í gær og aðalmyndinni af forsetanum skipt út fyrir mynd af getnaðarlim.

Hópmálsókn gegn Airbnb

Ósáttir Ísraelar hafa höfðað hópmál gegn skammtímaleiguvefnum Airbnb eftir að eignir á Vesturbakkanum voru teknar út af vefsíðunni.

Frakkar skila Benín 26 styttum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands hefur ákveðið að 26 benínskum listaverkum verið skilað til upprunalandsins. Verkin hafa verið í vörslu Frakka síðan árið 1892 þegar að Frakkar áttu í stríði við konungsríkið Dahomey sem í dag er Benín. Verkin 26 eru nú í Quai Branly safninu í París. BBC greinir frá.

Fundu vinningsmiðann við hreingerningar

Par í Louisiana í Bandaríkjunum duttu í lukkupottinn í júní síðastliðnum. Parið áttaði sig ekki á því fyrr en það féll aftur í sama pott í vikunni. Við hreingerningar fannst vinningsmiði úr Lottó.

Hertar reglur eftir svindl

Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar.

Comey ætlar að berjast fyrir opnum nefndarfundi

James Comey, fyrrverandi yfirmaðu Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), segist hafa fengið stefnu frá þingmönnum Repúblikanaflokksins í dómsmálanefnd fulltrúadeildarinnar.

Dregur úr halla Skakka turnsins

Nokkuð hefur dregið úr halla Skakka turnsins í Pisa á síðustu árum og hefur verið haft á orði að hann kunni að standa frammi fyrir tilvistarkreppu.

Annie Lööf gefst upp

Formaður sænska Miðflokksins segist hafa gefist upp í tilraunum sínum að mynda nýja ríkisstjórn sem nýtur stuðnings meirihluta sænska þingsins.

May reynir nú að reka smiðshöggið á Brexit

Forsætisráðherra Bretlands fór til Brussel í gær til að reyna að klára gerð Brexit-samnings. Staðan er erfið heima fyrir og samflokksmenn forsætisráðherra reynast henni erfiðir.

Erdogan segir MDE elska hryðjuverk

Flokka mætti úrskurð Mannréttindadómstóls Evrópu um að Tyrkir verði að leysa Selahattin Demirtas, fyrrverandi leiðtoga Kúrdaflokksins HDP, úr haldi undir stuðning við hryðjuverk.

Brexit gæti verið Grænlandi dýrt

Grænlendingar kunna að missa styrk upp á 164 milljónir danskra króna frá Evrópusambandinu á árunum 2021 til 2027 vegna útgöngu Breta og ýmissa sparnaðaraðgerða.

Tekur ábyrgð á ráðningu falsfréttaritara

Samskiptastjóri Facebook sagði í minnisblaði að hann hefði borið ábyrgð á ráðningu fyrirtækis sem rannsakaði andstæðinga og gagnrýnendur, meðal annars George Soros, og skrifaði falsfréttir um þá.

Sjá næstu 50 fréttir