Erlent

Fundu vinningsmiðann við hreingerningar

Andri Eysteinsson skrifar
1,8 milljónir dala gætu nýst Ehrenberg hjónunum vel í jólainnkaupunum.
1,8 milljónir dala gætu nýst Ehrenberg hjónunum vel í jólainnkaupunum. Getty/Bruno Vincent
Tina og Harold Ehrenberg stóðu, eins og fjölmargir Bandaríkjamenn, í ströngu við þrif á heimili sínu vegna Þakkagjörðarhátíðarinnar sem fram fór í gær, 22. Nóvember. Ehrenberg hjónin þrifu hús sitt hátt og lágt enda bjuggust þau við ættingjum sínum í veisluna.

Við þrifin komust þau að því að í júní unnu þau 1.8 milljónir dala. BBC greinir frá.

Tina Ehrenberg segir að við hreingerningarnar hafi hún fundið nokkurn stafla af gömlum lottómiðum. Einn af þeim miðum var vinningsmiðinn í lottóinu 6. júní síðastliðinn. Tvær vikur eru þangað til að gildistími vinningsmiðans rennur út.

Leysa verður vinningsmiða út innan 6 mánaða frá drætti.Parið er frá smábænum Mandeville, 120 km frá Baton Rouge, höfuðborgar Louisiana.

Harold Ehrenberg segir að þau hjónin hafi skoðað miðann aftur og aftur. Sambýliskona hans , Tina Ehrenberg segir þau ætla að leggja vinninginn til hliðar og ætli ekki að fara í stórar fjárfestingar eða utanlandsferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×