Erlent

Hertar reglur eftir svindl

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Þingmaðurinn hefur viðurkennt allt saman.
Þingmaðurinn hefur viðurkennt allt saman. nordicphotos/afp
Hertar reglur hafa verið settar um eftirlit með og endurgreiðslu ferðareikninga norskra þingmanna eftir að blaðið Aftenposten greindi frá því fyrr í haust að þingmaður hefði fengið endurgreiddar ferðir sem ekki voru farnar.

Þingmenn verða nú að gera grein fyrir innanlandsferðum með því til dæmis að afhenda ýmis gögn, eins og til dæmis afrit af boði til ákveðins staðar eða viðburðar, útskrift af dagskrá ráðstefnu eða skjámynd af Facebook um það sem fór fram.

Aftenposten greindi frá því í október að Mazyar Keshvari, þingmaður Framfaraflokksins, hefði afhent ferðareikninga upp á 290 þúsund norskar krónur sem gögn fylgdu ekki með. Helmingur upphæðarinnar var vegna ferða sem þeir sem hann ætlaði að heimsækja vissu ekki af eða vegna ferða sem Aftenposten gat sýnt fram á að ekki voru farnar. Þingmaðurinn dvaldi nefnilega í Ósló á sama tíma og þær áttu að hafa verið farnar. Þingmaðurinn viðurkenndi að hafa fengið endurgreitt fé sem hann átti ekki að fá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×