Erlent

Hópmálsókn gegn Airbnb

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ma'anit Rabinovich fer fram á um 300.000 krónur í miskabætur og aðrir aðilar að hópmálsókninni gera svipaða kröfu.
Ma'anit Rabinovich fer fram á um 300.000 krónur í miskabætur og aðrir aðilar að hópmálsókninni gera svipaða kröfu. Getty
Ósáttir Ísraelar hafa höfðað hópmál gegn skammtímaleiguvefnum Airbnb eftir að eignir á Vesturbakkanum voru teknar út af vefsíðunni. Lögmenn Ma’anit Rabinovich, íbúa í Vesturbakkabyggðinni Kida og skammtímaleigusala, sögðu við Reuters að aðstandendur hópmálsóknarinnar teldu ákvörðun Airbnb fela í sér alvarlega og ótrúlega mismunun. Rabinovich fer fram á um 300.000 krónur í miskabætur og aðrir aðilar að hópmálsókninni gera svipaða kröfu.

„Ákvörðun fyrirtækisins beinist einungis gegn ísraelskum íbúum byggðanna og þetta er gróf mismunun. Þetta er liður í löngu stríði stofnana og fyrirtækja, sem eru að meirihluta full andúðar á gyðingum, gegn Ísraelsríki í heild og Ísraelum sem búa í þessum byggðum,“ sögðu lögmenn Rabinovich aukinheldur.

Chris Lehane, yfirmaður alþjóðasamskipta hjá Airbnb, sagði í svari við fyrirspurn Reuters að fyrirtækið hefði fullan skilning á því að málið væri flókið og erfitt. Allri gagnrýni væri vel tekið.




Tengdar fréttir

Limur í stað Trumps forseta

Wikipedia-síðunni fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, var breytt í gær og aðalmyndinni af forsetanum skipt út fyrir mynd af getnaðarlim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×