Erlent

Létu lífið í mikilli sprengingu í verksmiðju í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
41 skemmdist í sprengingunni í gærkvöldi.
41 skemmdist í sprengingunni í gærkvöldi. Getty/China News Service
Tveir eru látnir og 24 slösuðust þegar sprenging varð í verksmiðju í Jilin-héraði í norðurhluta Kína í gærkvöldi.

Reuters  hefur eftir talsmanni yfirvalda að 41 hús hafi skemmst í sprengingunni og bruna sem blossaði upp í kjölfar hennar.

Ekki hefur fengist staðfest hvað olli sprengingunni, en yfirvöld hafa útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Björgunarstarf stóð enn yfir í morgun og var fjölda fólks gert að rýma nálæg hús.

Óhöpp eru nokkuð tíð í kínverskum verksmiðjum og hafa yfirvöld þar í landi heitið því að vinna að bættu öryggi. 

Fimm manns fórust í sprengingu í álverksmiðju í bænum Jiangsu í austurhluta Kína í ágúst. Þá fórust nítján í sprengingu í efnaverksmiðju í Sichuan í júlí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×