Erlent

Sjáðu hve mikið þú notar Facebook

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Facebook sýnir þér nú notkun þína.
Facebook sýnir þér nú notkun þína. Nordicphotos/Getty
Margir kannast við að vera fullmikið á netinu. Til dæmis er hægt að verja óhemjutíma á Facebook og týna sér þannig.

Ef maður opnar Facebook-appið í snjallsíma, smellir á stillingar efst í hægra horninu, flettir niður og velur Settings & Privacy og svo Your Time on Facebook má sjá hversu miklum tíma maður ver í appinu.

Blaðamaður skoðaði sitt yfirlit fyrir síðustu sjö daga og komst að því að hann var ekki nema um þrjár mínútur á dag á Facebook í símanum. Sú skoðun leiddi í ljós að tölfræðin nær eingöngu til appsins enda væri talan mun hærri ef tími á Facebook í tölvu væri tekinn með.

Neðar í sömu valmynd má kveikja á áminningum þegar maður hefur verið lengur á Facebook en maður ætlaði sér og breyta stillingum um tilkynningar ef maður vill draga úr notkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×