Fleiri fréttir

Farþegaþota rakst utan í vegg í flugtaki

Vélin komst þó á loft með 130 farþega innanborðs og var henni síðan nauðlent í Mumbai, en vélin var að fara frá Trichy áleiðis til Dubai þegar óhappið átti sér stað.

Hætta mönnuðum geimskotum í bili

Er ekki víst hvenær hægt verður að senda fleiri geimfara til geimstöðvarinnar en núverandi áhöfn hennar á að snúa aftur til jarðar í desember.

Yngsta milljarðamæringi Afríku rænt

Lögregla í Tansaníu segir að hinum 43 ára Mohammed Dewji hafi verið rænt af hópi grímuklæddra manna í höfuðborginni Dar es Salaam.

Ákæra kínverskan njósnara

Hann er meðal annars sakaður um að hafa reynt að stela iðnaðar- og ríkisleyndarmálum af flugvélaframleiðendum í Bandaríkjunum.

Tveir látnir vegna óveðursins Michael

Mesta óveður sem nokkru sinni hefur gengið yfir norðvesturhluta Flórídaríkis, fellibylurinn Michael, hefur sett allt á flot í strandbæjum og brotið stærðarinnar tré líkt og um strá væri að ræða.

Tapa meirihluta sínum á þingi

Samsteypustjórn ERC og JxCat, flokka aðskilnaðarsinna, á héraðsþingi Katalóníu tapaði í gær meirihluta sínum á þingi.

Ivanka Trump segist ekki taka við af Nikki Haley

Eftir tilkynningu Haley, sem fór fögrum orðum um Ivönku Trump og eiginmann hennar Jared Kushner, veltu stjórnmálasérfræðingar og samfélagsrýnendur fyrir sér hvort Trump hefði í hyggju að tilnefna dóttur sína í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Býður Kanye West í heimsókn

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný.

Nikki Haley segir upp

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.

Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift

Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart.

Ástralar taka ekki í mál að hætta að brenna kol

Ástralar segja ekki koma til greina að hlýta varnaðarorðum hinnar svörtu loftslagsskýrslu sem gefin var út í gær en í skýrslunni er meðal annars lagt til að kolaframleiðslu verði hætt fyrir árið 2050.

Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn

Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump.

Sjá næstu 50 fréttir