Vilja afnema dauðarefsingu í lögum fyrir alla glæpi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. október 2018 09:15 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Koma á fram við fanga sem hlotið hafa dauðadóm af virðingu og tryggja skal að aðbúnaður þeirra standist alþjóðleg mannréttindalög og -viðmið, að sögn Amnesty International í tilefni af alþjóðlegum degi gegn dauðarefsingunni sem er í dag, 10. október. „Enginn á að þurfa að þola ómannúðlega meðferð eða aðbúnað í varðhaldi undir nokkrum kringumstæðum sama hver glæpurinn er. Samt sem áður eru mörg dæmi þess að fangar sem hlotið hafa dauðadóm séu látnir sæta strangri einangrun, fái ekki aðgang að nauðsynlegum lyfjum og búi við stöðugan ótta vegna mögulegrar aftöku,“ segir Stephen Cockburn, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðamála hjá Amnesty International. Sú staðreynd að yfirvöld upplýsa fanga og aðstandendur þeirra um aftökuna aðeins með nokkurra daga eða jafnvel klukkustunda fyrirvara sé grimmileg. Öll ríki sem enn leyfa dauðarefsinguna skulu binda enda á hana og þær ómannúðlegu varðhaldsaðstæður sem allt of margir fangar eru neyddir til að þola. Amnesty International hefur skrásett brot víða um heim og eru dæmi um að föngum hafi verið neitað um nauðsynleg lyf við sjúkdómum og langvarandi veikindum. „Mohammad Reza Haddadi, frá Íran, hefur verið á dauðdeild síðan hann var aðeins 15 ára gamall. Hann hefur þurft að þola sálrænar pyndingar þar sem amk. sex sinnum á síðastliðnum 14 árum hefur aftökudagur verið ákveðinn en svo frestað. Í Hvíta-Rússlandi er aftökum haldið frá augum almennings og þeim fylgir mikil leynd. Fangar, fjölskyldur þeirra og lögfræðingar fá oft ekki að heyra af áætlaðri aftöku fyrr en stuttu áður en hún fer fram,“ segir í tilkynningu Amnesty. Amnesty International skráði 993 aftökur í 23 löndum árið 2017, sem er 4% fækkun frá árinu á undan og 39% fækkun frá árinu 2015. Flestar aftökur áttu sér stað í Íran, Sádi-Arabíu og Pakistan. Þessar tölur fela ekki í sér upplýsingar um aftökur í Kína, en beiting dauðarefsingarinnar þar heldur áfram að vera ríkisleyndarmál, stjórnvöld halda uppteknum hætti og taka þúsundir einstaklinga af lífi á ári hverju. Amnesty International er andvígt dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum og vinnur að því að afnema hana í öllum löndum heims. Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi. Hún er brot á réttinum til lífs. Óháð aðferðinni, hvort sem það er rafmagnstóll, henging, gasklefi, hálshöggning, grjótkast, aftökusveit eða banvæn sprauta þá er dauðarefsingin ofbeldisfull og á ekki að fyrirfinnast í nútímaréttarkerfi.Amnesty krefst þess að:Aftökum verði hætt alls staðar í heiminumDauðarefsingin verði afnumin í lögum fyrir alla glæpiÖll ríki heims fullgildi alþjóðlega sáttmála sem styðja afnám dauðarefsingarinnar, þar á meðal aðra valfrjálsu bókunina við alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en bókunin lýtur að dauðarefsingunni og afnámi hennar.Öll lönd, sem enn halda í dauðarefsinguna, framfylgi alþjóðlegum skyldum sínum um að taka ekki börn af lífi. Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Koma á fram við fanga sem hlotið hafa dauðadóm af virðingu og tryggja skal að aðbúnaður þeirra standist alþjóðleg mannréttindalög og -viðmið, að sögn Amnesty International í tilefni af alþjóðlegum degi gegn dauðarefsingunni sem er í dag, 10. október. „Enginn á að þurfa að þola ómannúðlega meðferð eða aðbúnað í varðhaldi undir nokkrum kringumstæðum sama hver glæpurinn er. Samt sem áður eru mörg dæmi þess að fangar sem hlotið hafa dauðadóm séu látnir sæta strangri einangrun, fái ekki aðgang að nauðsynlegum lyfjum og búi við stöðugan ótta vegna mögulegrar aftöku,“ segir Stephen Cockburn, aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóðamála hjá Amnesty International. Sú staðreynd að yfirvöld upplýsa fanga og aðstandendur þeirra um aftökuna aðeins með nokkurra daga eða jafnvel klukkustunda fyrirvara sé grimmileg. Öll ríki sem enn leyfa dauðarefsinguna skulu binda enda á hana og þær ómannúðlegu varðhaldsaðstæður sem allt of margir fangar eru neyddir til að þola. Amnesty International hefur skrásett brot víða um heim og eru dæmi um að föngum hafi verið neitað um nauðsynleg lyf við sjúkdómum og langvarandi veikindum. „Mohammad Reza Haddadi, frá Íran, hefur verið á dauðdeild síðan hann var aðeins 15 ára gamall. Hann hefur þurft að þola sálrænar pyndingar þar sem amk. sex sinnum á síðastliðnum 14 árum hefur aftökudagur verið ákveðinn en svo frestað. Í Hvíta-Rússlandi er aftökum haldið frá augum almennings og þeim fylgir mikil leynd. Fangar, fjölskyldur þeirra og lögfræðingar fá oft ekki að heyra af áætlaðri aftöku fyrr en stuttu áður en hún fer fram,“ segir í tilkynningu Amnesty. Amnesty International skráði 993 aftökur í 23 löndum árið 2017, sem er 4% fækkun frá árinu á undan og 39% fækkun frá árinu 2015. Flestar aftökur áttu sér stað í Íran, Sádi-Arabíu og Pakistan. Þessar tölur fela ekki í sér upplýsingar um aftökur í Kína, en beiting dauðarefsingarinnar þar heldur áfram að vera ríkisleyndarmál, stjórnvöld halda uppteknum hætti og taka þúsundir einstaklinga af lífi á ári hverju. Amnesty International er andvígt dauðarefsingum undir öllum kringumstæðum og vinnur að því að afnema hana í öllum löndum heims. Dauðarefsingin er grimmileg, ómannúðleg og niðurlægjandi. Hún er brot á réttinum til lífs. Óháð aðferðinni, hvort sem það er rafmagnstóll, henging, gasklefi, hálshöggning, grjótkast, aftökusveit eða banvæn sprauta þá er dauðarefsingin ofbeldisfull og á ekki að fyrirfinnast í nútímaréttarkerfi.Amnesty krefst þess að:Aftökum verði hætt alls staðar í heiminumDauðarefsingin verði afnumin í lögum fyrir alla glæpiÖll ríki heims fullgildi alþjóðlega sáttmála sem styðja afnám dauðarefsingarinnar, þar á meðal aðra valfrjálsu bókunina við alþjóðasamninginn um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, en bókunin lýtur að dauðarefsingunni og afnámi hennar.Öll lönd, sem enn halda í dauðarefsinguna, framfylgi alþjóðlegum skyldum sínum um að taka ekki börn af lífi.
Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira