Erlent

Fimm látnir í skyndiflóði á Majorka

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu daga.
Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu daga. EPA/CATI CLADERA
Fimm eru látnir hið minnsta á spænsku eyjunni Majorka eftir skyndiflóð sem varð í bænum Sant Llorenc des Cardassar á austurhluta eyjunnar í nótt. Mikill vatnsflaumur blandaður drullu umlukti bæinn eftir að á í nágreninu flæddi yfir bakka sína.



Tólf er saknað samkvæmt Reuters.



Mikið hefur rignt á svæðinu síðustu daga. Bílar skoluðust á brott og nokkur fjöldi fólks er enn ófundinn. Spænski herinn sinnir nú björgunarstörfum á svæðinu. Rúmlega hundrað björgunarsveitarmenn hafa verið sendir á vettvang með leitarhunda og hefur herinn sent þyrlur.

Petro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, sendi aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur og segist fylgjast náið með framvindu mála á Majorka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×