Fleiri fréttir

Fleiri sprengingar í Indónesíu

Tveir mótorhjólamenn sprengdu sig í loft upp við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Surabaya í Indónesíu í morgun.

R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér

R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð.

Fagnar gullnu tækifæri

Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið.

Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga

Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu.

Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi

Fjölskylda var myrt í smábæ á suðvesturströnd Ástralíu. Fjögur börn voru á meðal hinna látnu. Árásin sögð fyrsta fjöldaskotárásin frá því hörð löggjöf um skotvopnaeign var tekin upp árið 1996 eftir að byssumaður myrti 35.

Tæplega hálf milljón barna á barmi sveltu

"Við erum ekki að segja að börn gætu dáið úr hungri í Kasai. Við erum að segja að börn séu nú þegar að deyja, þau eru að deyja, þau hafa dáið, í algjörri þögn.“

Ólíðandi að Trump geti stöðvað evrópska samninga við Íran

Utanríkisráðherra Frakklands segir algjörlega ótækt að evrópsk fyrirtæki þurfi að rifta milljarðasamningum vegna einhliða ákvarðana Bandaríkjastjórnar. Hann fordæmir þá ákvörðun Trump stjórnarinnar að virða ekki gerða samninga við Íran.

Fyrstu viðskiptaþvinganirnar taka gildi

Bandaríkjastjórn kynnti í gærkvöld viðskiptaþvinganir gegn sex einstaklingum og þremur fyrirtækjum sem sögðu eru hafa tengsl við írönsku byltingarverðina.

Ákærð fyrir að gefa birni ís

Eigendur dýragarðs í Alberta í Kanada hafa verið ákærðir fyrir brot gegn dýraverndarlögum fyrir að hafa farið með skógarbjörn í ísbúð.

Skiptast á árásum í Sýrlandi

Ísraelar svöruðu misheppnaðri árás Írana með sinni mestu árás í Sýrlandi frá upphafi stríðsins þar í landi. Hvorug þjóðin virðist hafa áhuga á meiri átökum en þær búa sig þó undir hvaða atburðarás sem kann að verða.

R. Kelly hent út af lagalistum Spotify

Tónlist hans verður áfram aðgengileg á tónlistarveitunni vinsælu en fyrirtækið mun ekki lengur raða henni á lagalista sem það mælir með við notendur sína.

Eiginkona Harvey Weinstein opnar sig í fyrsta skipti eftir skilnaðinn

Georgina Chapman, fyrrverandi eiginkona Harvey Weinstein og annar stofnenda tískuhússins Marchesa, hefur tjáð sig í fyrsta skiptið eftir ásakanirnar á hendur fyrrum eiginmanni hennar komu fram í október síðastliðnum. Hún segist hafa verið grunlaus um hegðun Weinstein.

Trump og Kim funda 12. júní

Fundur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun fara fram í Singapúr þann 12. júní.

Sjá næstu 50 fréttir