Erlent

Ætla að jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Punggye-ri er staðsett um 160 kílómetrum frá landamærum Kína.
Punggye-ri er staðsett um 160 kílómetrum frá landamærum Kína. Vísir/getty
Norður-Kóreumenn hyggjast jafna kjarnavopnatilraunasvæði sitt við jörðu síðar í mánuðinum. Þetta kom fram í tilkynningu utanríkisráðuneytis Norður-Kóreu til ríkisfréttastofunnar KCNA. CNN greinir frá.

Ætlun Norður-Kóreumanna er að sprengja Punggye-ri tilraunasvæðið og jafna það þannig við jörðu. Að því loknu verður öllum inngönguleiðum lokað kyrfilega og önnur mannvirki fjarlægð. Allir starfsmenn svæðisins verða fluttir burtu og svæðinu í kringum Punggye-ri verður lokað. 

Tilraunasvæðið verður jafnað við jörðu við hátíðlega athöfn og verður alþjóðlegum blaðamönnum verður boðið að vera viðstaddir afkjarnorkuvæðinguna. Þó verða einungis blaðamenn frá Kína, Rússlandi, Suður-Kóreu, Bandaríkjunum og Bretlandi boðið að vera viðstaddir. Athöfnin mun fara fram síðar í mánuðinum, á dögunum 23. til 25. maí, ef veður leyfir.

Í gær sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að hann hefði átt „hlýtt“ og „gott“ spjall við Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Fundur Donald Trump Bandaríkjaforseta og Kim Jong-Un mun fara fram um miðjan júní næstkomandi í Síngapúr og verður það í fyrsta sinn sem starfandi forseti Bandaríkjanna mun eiga fund með leiðtoga Norður-Kóreu.


Tengdar fréttir

Trump tók á móti gíslum Norður-Kóreu

Mennirnir þrír höfðu verið fangelsaðir í Norður-Kóreu fyrir að vinna gegn ríkinu og hafði einn þeirra verið í haldi í þrjú ár en hinir í eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×