Erlent

R. Kelly heldur tónleika þrátt fyrir mótmæli

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly.
Á dögunum fór af stað herferðin #MuteRKelly á samfélagsmiðlum, eða þöggum niður í R Kelly. Vísir/Getty

R. Kelly mun koma fram á tónleikum í North Carolina fylki í Bandaríkjunum og neitar að láta mótmælisraddir þagga niður í sér. Söngvarinn R. Kelly hefur lengi verið sakaður um kynferðislega misnotkun, meðal annars á táningsstúlkum. Tónleikarnir eru þeir fyrstu síðan að fjöldi kvenna sameinaðist á samfélagsmiðlum undir myllu merkinu #MuteRKelly eða þöggum niður í R. Kelly. Söngvarinn hefur alltaf hafnað öllum ásökunum um kynferðisofbeldi.



Kelly fékk heldur ekki að spila á tónleikum sem fóru fram þann 5.maí í Chicago og hefur streymisveitan Spotify ákveðið að fjarlægja lög bandaríska tónlistarmannsins af lagalistum sem veitan raðar upp og mælir með við notendur sína. 



Buzzfeed, sem greindi fyrst frá frásögnum kvennanna af söngvaranum, segist hafa heimildir fyrir því að hann standi höllum fæti. Hann eigi við fjárhagsvandamál að stríða og að honum hafi verið gert að yfirgefa tvö hús sem hann leigði í úthverfi Atlanta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×