Erlent

Tröllaukin alda líklega sú stærsta á suðurhveli

Kjartan Kjartansson skrifar
Campbell-eyja er óbyggð eyja í Suður-Íshafinu sem tilheyrir Nýja-Sjálandi.
Campbell-eyja er óbyggð eyja í Suður-Íshafinu sem tilheyrir Nýja-Sjálandi. Vísir/Getty
Nýsjálenskir vísindamenn segja að tæplega 24 metra há í Suður-Íshafinu á þriðjudag sé stærsta alda sem hefur nokkru sinni mælst á suðurhveli jarðar. Aldan var á hæð við átta hæða hús.

Bauja við Campbell-eyju í Suður-Íshafinu mældi 23,8 metra háa öldu þegar kröpp lægð gekk þar yfir á þriðjudag. Stærsta eyjan sem vitað var um á suðurhveli var 22,03 metrar suður af Tasmaníu árið 2012. Enn stærri öldur hafa þó mælst á norðurhveli jarðar, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

„Þetta er mjög spennandi viðburður og þetta er stærsta aldan sem hefur nokkru sinni mælst á suðurhveli eftir því sem við best vitum,“ segir Tom Durrant, haffræðingur hjá nýsjálensku veðurstofunni.

Mögulegt er að enn stærri öldur hafi myndast í óveðrinu. Aðeins er kveikt á baujunni í tuttugu mínútur á þriggja tíma fresti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×