Erlent

Ákært vegna atviks í Sellafield-kjarnorkuverinu

Kjartan Kjartansson skrifar
Lagðar hafa verið fram tillögur á Alþingi um að krefjast þess að starfsemi Sellafield verði takmörkuð eða stöðvuð alveg.
Lagðar hafa verið fram tillögur á Alþingi um að krefjast þess að starfsemi Sellafield verði takmörkuð eða stöðvuð alveg. Vísir/AFP
Stjórn Sellafield-kjarnorkuversins á Bretlandi verður ákærð vegna atviks þar sem starfsmaður komst í snertingu við geislavirkt efni í febrúar. Norðurlandaþjóðir hafa lengi lýst áhyggjum af geislavirkri mengun frá verinu.

Kjarnorkueftirlit Bretlands segist ekki geta tjáð sig frekar um ákæruna þar sem hún sé nú til meðferðar fyrir dómstólum. Ákæran er gefin út áf grundvelli vinnuverndarlöggjafar. Atvikið átti sér stað þar geislavirk efni voru meðhöndluð, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar.

Sellafield-kjarnorkuverið er í Cumbria-héraði á norðvestur Englandi. Norðurlandaþjóðirnar hafa lengi krafðist bættra öryggismála í verinu vegna geislavirkrar mengunar sem hefur lekið í sjóinn.


Tengdar fréttir

Leggja til að Alþingi þrýsti á bresk stjórnvöld vegna Sellafield

Verði þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir á Alþingi samþykkt mun ríkisstjórnin þrýsta á bresk stjórnvöld og stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield til að minnka umfang hágeislavirks vökva sem geymdur er í stöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×