Erlent

Sex manna fjölskylda talin bera ábyrgð á árásum í Indónesíu

Þórdís Valsdóttir skrifar
Fjórtán létust í árásunum sem framdar voru í Surabaya, næst stærstu borg Indónesíu.
Fjórtán létust í árásunum sem framdar voru í Surabaya, næst stærstu borg Indónesíu. Vísir/AFP
Meðlimir einnar fjölskyldu eru talin bera ábyrgð á þremur sjálfsmorðssprengingum í borginni Surabaya í Indónesíu. BBC greinir frá.

Í það minnsta þrettán eru látnir eftir árásirnar sem framdar voru í þremur kirkjum í borginni snemma í morgun á staðartíma.

Móðir sprengdi sig og tvær dætur sínar í loft upp í einni kirkjunni á meðan fjölskyldufaðirinn og tveir synir þeirra frömdu árásirnar í hinum kirkjunum. Stúlkurnar tvær voru níu og tólf ára og synir hjónanna voru sextán og átján ára. Synirnir eru sagðir hafa keyrt bifhjólum inn í kaþólsku kirkjuna Santa María og sprengt sprengjur sem þeir báru á sér. 

Samtökin sem kenna sig við íslamska ríkið hafa lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru þær mannskæðustu í Indónesíu frá árinu 2005.


Tengdar fréttir

Ellefu látnir eftir sjálfsmorðsárásir í Indónesíu

Ellefu eru látnir og 41 særðir eftir sprengjuárásir í borginni Surabaya í Indónesíu. Grunur leikur á að þrír árásarmenn hafi sprengt sig í loft upp í þremur kirkjum í borginni í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×