Fleiri fréttir

Önnur fjölskylda gerir árás í Indónesíu

Meðlimir fimm manna fjölskyldu, og þar á meðal barn, gerðu sjálfsmorðsárásir á lögreglustöð í Surabaya í Indónesíu í morgun. Einungis einum degi eftir að meðlimir annarrar fjölskyldu gerðu sambærilegar árásir á kirkjur í borginni.

Malavar hæstánægðir með fimm sjúkrabíla frá Íslandi

Sendiráð Íslands í Malaví færði um helgina þarlendum stjórnvöldum fimm sjúkrabifreiðar, sem framvegis munu aka um Mangochi-hérað. Fjölmargir Malavar láta lífið á hverju ári því þeir komast ekki undir læknishendur.

Trump lofar að koma í veg fyrir að störf tapist í Kína

Donald Trump Bandaríkjaforseti setti færslu á Twitter í nótt þess efnis að hann og Xi Jinping, forseti Kína, myndu leita allra leiða til að bjarga kínverska fjarskiptarisanum ZTE. Verð hlutabréfa á mörkuðum í Hong Kong tók strax mikinn kipp við tíðindin.

Bandaríkin hóta evrópskum stórfyrirtækjum

Donald Trump er reiðubúinn að beita viðskiptaþvingunum gegn evrópskum fyrirtækjum sem munu halda áfram að eiga viðskipti í Íran eftir að Bandaríkin sögðu sig úr kjarnorkusamningnum við ríkið.

Breyta nafninu fyrir Trump

Beitar Jerusalem, stærsta knattspyrnulið Jerúsalemborgar, tilkynnti í gær að liðið ætlaði að breyta nafni sínu í Beitar Trump Jerusalem til heiðurs Donald Trump, forseta Bandaríkjanna.

Fleiri sprengingar í Indónesíu

Tveir mótorhjólamenn sprengdu sig í loft upp við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Surabaya í Indónesíu í morgun.

R. Kelly þakkaði aðdáendum sínum fyrir að berjast með sér

R. Kelly sagðist hafa gengið í gegnum mikið upp á síðkastið og þakkaði aðdáendum sínum fyrir að bestjast með sér þegar hann hélt tónleika sína í Norður-Karólínu á föstudagskvöld. Mótmæli fóru fram fyrir utan tónleikahöllina á meðan tónleikunum stóð.

Fagnar gullnu tækifæri

Sameiningarráðherra Suður-Kóreu er vongóður um að kjarnorkuafvopnun Kóreuskaga takist. Sagði horfur betri en áður þar sem kjörtímabil forseta er nýhafið.

Árás á blaðamann skaði umsókn Svartfellinga

Skotárásin sem gerð var á þriðjudag á Oliveru Lakic, 49 ára blaðamann sem skrifar um skipulagða glæpastarfsemi í dagblaðið Vijesti, hefur teflt umsókn Svartfjallalands um aðild að Evrópusambandinu í hættu.

Sjö fórust í verstu árásinni í tvo áratugi

Fjölskylda var myrt í smábæ á suðvesturströnd Ástralíu. Fjögur börn voru á meðal hinna látnu. Árásin sögð fyrsta fjöldaskotárásin frá því hörð löggjöf um skotvopnaeign var tekin upp árið 1996 eftir að byssumaður myrti 35.

Tæplega hálf milljón barna á barmi sveltu

"Við erum ekki að segja að börn gætu dáið úr hungri í Kasai. Við erum að segja að börn séu nú þegar að deyja, þau eru að deyja, þau hafa dáið, í algjörri þögn.“

Sjá næstu 50 fréttir