Fleiri fréttir

Ísraelsk herþota skotin niður í Sýrlandi

Ísraelsk herþota af gerðinni F-16 var skotin niður í dag í sýrlenskri lofthelgi. Ísraelsmenn svöruðu fyrir sig með því að ráðast á í það minnsta tólf írönsk og sýrlensk skotmörk í Sýrlandi.

Kim Yong-un býður Moon Jae-in heim

Kim Jong-un einræðisherra Norður-Kóreu hefur boðið Moon Jae-in forseta Suður-Kóreu til Pyongyang í Norður-Kóreu. Slík heimsókn yrði fyrsti fundur leiðtoga kóresku ríkjanna í meira en áratug.

Sláandi umfjöllun Reuters vekur umtal

Sláandi umfjöllun blaðamanna Reuters um morð á tíu Róhingjum í Mjanmar leiðir til ákalls um alþjóðlega rannsókn á meintu þjóðarmorði. Tveir blaðamannanna voru sendir í fangelsi við vinnslu umfjöllunarinnar.

Komið í veg fyrir lokun alríkisins

Bandaríska þingið hefur samþykkt lög um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi bandarískra alríkisstofnana. Þarf Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, nú aðeins að skrifa undir lögin til þess að koma í veg fyrir lokun stofnanna.

Aftur lokar alríkið

Bandarískum alríkisstofnunum hefur aftur verið lokað um óákveðinn tíma þar sem ekki náðist að semja um greiðsluheimild til áframhaldandi starfsemi í öldungadeild Bandaríkjaþings.

Engar viðræður í Pyeongchang

Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa engin áform um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir í Pyeong­chang, Suður-Kóreu, standa yfir.

„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs

Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum.

Óttast fleiri líkfundi

Yfirvöld í Taívan lýstu því yfir í morgun að tala látinna eftir jarðskjálftann sem reið yfir eyjuna á þriðjudag væri nú níu. Enn er 62 saknað og óttast er að fleiri kunni að finnast látnir.

Rekinn úr landi eftir innsetningu Odinga

Ríkisstjórn Uhuru Kenyatta í Keníu vísaði í gær stjórnarandstæðingnum Miguna Miguna úr landi, kom honum upp í flugvél og sendi til Hollands, þaðan til Kanada.

Enn teygist á valdatíð Angelu Merkel

Jafnaðarmenn og Kristilegir demókratar í Þýskalandi hafa gert samkomulag um stjórn­ar­myndun. Merkel mun deila öðru sætinu á lista yfir þá kanslara sem þjónað hafa lengst með Helmut Kohl, sitji hún allt kjörtímabilið.

Mátti neita lesbíum um brúðartertu

Bakara í Kaliforníu var heimilt að neita lesbísku pari um brúðartertu vegna trúarsannfæringar sinnar og tjáningarfrelsis ef marka má niðurstöðu dómstóls í ríkinu.

Ráðgjafi Trump hættir eftir frásagnir fyrrverandi

Einn af helstu ráðgjöfum Bandaríkjaforsetans Donald Trump hefur verið gert að segja upp störfum eftir að tvær fyrrverandi eiginkonur ráðgjafans sökuðu hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir