Erlent

Átta látnir eftir að göng féllu saman í Kína

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð þar sem verið er að grafa fyrir nýrri neðanjarðarlestargöngum í borginni.
Slysið varð þar sem verið er að grafa fyrir nýrri neðanjarðarlestargöngum í borginni. Vísir/AFP
Átta manns hið minnsta létu lífið og þriggja er enn saknað eftir að göng féllu saman á byggingarsvæði í borginni Foshan í Guangdong-héraði í suðurhluta Kína í gærkvöldi.

Slysið varð þar sem verið er að grafa fyrir nýrri neðanjarðarlestargöngum í borginni.

Talsmaður samgönguyfirvalda í borginni segir að níu manns hafi verið fluttir slasaðir á sjúkrahús en meiðsli þeirra munu ekki vera alvarleg.

Björgunaraðgerðir standa enn yfir og er rannsókn þegar hafin á hvað það varð sem olli slysinu.

Vinnuslys eru tiltölulega tíð í Kína en yfirvöld í fjölda borga láta nú bora göng með nokkrum hraði fyrir umferð neðanjarðarlesta til að efla almenningssamgöngur í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×