Erlent

Engar viðræður í Pyeongchang

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Norðurkóreskar klappstýrur í Pyeongchang.
Norðurkóreskar klappstýrur í Pyeongchang. Vísir/AFP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa engin áform um að ræða við fulltrúa Bandaríkjanna á meðan Vetrarólympíuleikarnir í Pyeong­chang, Suður-Kóreu, standa yfir. Frá þessu greindu þarlendir ríkismiðlar í gær. Vonast hafði verið til þess að slíkar viðræður færu fram til að reyna að leysa úr togstreitunni á Kóreuskaga.

Hins vegar mun sendinefnd einræðisríkisins, sem meðal annars telur Kim Yo Jong, systur Kim Jong-un einræðisherra, hitta Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, í hádegismat á laugardaginn. Verður það fyrsti fundur suðurkóresks þjóðhöfðingja með einhverjum úr Kim-fjölskyldunni frá því Kim Jong-il og Roh Moo-hyun, þáverandi leiðtogar ríkjanna, hittust árið 2007.

„Við höfum aldrei beðið Bandaríkin um viðræður og munum ekki gera það. Við ætlum okkur ekki að hitta Bandaríkjamenn í Suður-Kóreu. Heimsókn okkar er einungis til þess að taka þátt í Ólympíuleikunum,“ sagði Jo Yong Sam, starfsmaður utanríkisráðuneytis einræðisríkisins, við ríkismiðilinn KCNA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×