Fleiri fréttir

Vilja ekki tjá sig um orð Hinriks prins

Hinrik sagði í viðtali við danska slúðurtímaritið Se og Hør að drottningin hefði aldrei borið virðingu fyrir sér líkt og eiginkonur eigi að gera.

Maður í bílsætisbúningi ók „sjálfkeyrandi“ bíl

Margir töldu að stórstígar framfarir hefðu orðið í sjálfkeyrandi bílum þegar þeir sáu mannlausa bifreið á ferð í Virginíuríki í Bandaríkjunum um helgina. Mennsku ökumaður var þó undir stýri, dulbúinn sem bílsæti.

Starfsmaður Google rekinn fyrir að stuðla að staðalmyndum kynjanna

Umdeilt minnisblað karlkyns forritara hjá Google þar sem hann sagði líffræðilega þætti skýra hvers vegna konur séu ekki í stjórnunarstöðum hjá tæknifyrirtækjum hefur dregið dilk á eftir sér. Starfsmaðurinn hefur verið rekinn fyrir að ýta undir staðalmyndir kynjanna.

Enn að bera kennsl á látna

Maðurinn er 1.641. fórnarlambið sem borin hafa verið kennsl á eftir hryðjuverkaárásirnar, en alls létu 2.753 manns lífið í árásunum.

Vilja losna við forsetann

Þingmenn í Suður-Afríku munu greiða nafnlaust atkvæði um vantrauststillögu á Jacob Zuma, forseta landsins.

Tyrknesku pari var synjað um bráðaaðstoð

Mannréttindadómstóll Evrópu hafnaði í síðustu viku beiðni tveggja Tyrkja um að hlutast til um að þau verði leyst úr haldi tyrkneskra stjórnvalda, vegna bráðrar lífshættu.

Ætla að hefna sín á Bandaríkjamönnum

Stjórnvöld í Norður-Kóreu hugsa Bandaríkjamönnum þegjandi þörfina fyrir að hafa stuðlað að nýjum viðskiptaþvingunum. Sameinuðu þjóðirnar samþykktu þvinganirnar á laugardaginn. Samstaða um aðgerðirnar á meðal annarra ríkja.

New York Times skotspónn bandarískra byssueigenda

Myndband byssusamtakanna NRA með ofbeldisfullu myndmáli í garð New York Times hefur vakið athygli og ugg margra. Í því segir þekkt íhaldskona að samtökin ætli að "ná til“ New York Times.

Eggjaskandall beggja vegna Ermarsunds

Á annað hundrað eggjabúa í Hollandi hefur verið lokað eftir að eiturefni fannst í eggjum þaðan. Bresk yfirvöld kanna nú hvernig eggin gátu borist þangað en þau hafa einnig fundist í Frakklandi.

Slökkviliðsmenn sakaðir um að kveikja elda

Fimmtán slökkviliðsmenn á Sikiley kveiktu elda og lugu til um aðra til að fá greitt fyrir að slökkva þá. Foringi þeirra hefur verið hnepptur í stofufangelsi.

Eldur rakinn til klæðningar

Eldur braust út í einu hæsta húsi heims í Dúbaí, aðfaranótt föstudagsins. Eldfim klæðning hússins er talin vera ein orsök eldsvoðans. Íbúum var vísað frá heimilum sínum og götum í nágrenninu var lokað.

Sjá næstu 50 fréttir