Erlent

Kínverskir ferðamenn handteknir fyrir að heilsa að sið þýskra nasista

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Þinghúsið í Berlín.
Þinghúsið í Berlín. Vísir/AFP
Tveir ferðamenn frá Kína voru handteknir í Berlín í gær fyrir að heilsa að hætti þýskra nasista fyrir utan þýska þingið í gær. Sást til mannanna þar sem þeir tóku myndar hvor af öðrum með farsímum sínum fyrir utan Reichstag bygginguna sem hýsir þýska þingið. 

Ströng lög eru um hatursorðræðu og tákn tengd Hitler og nasisma í Þýskalandi. Mennirnir, sem eru 36 og 49 ára, gætu átt yfir höfði sér sekt eða fangelsisvist upp að þremur árum samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á staðnum.

Mennirnir voru látnir lausir gegn tryggingu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×