Erlent

Vilja ekki tjá sig um orð Hinriks prins

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall.
Hinrik prins fæddist í Talence í Frakklandi árið 1934 og er hann því 83 ára gamall. Vísir/AFP
Talsmenn dönsku konungsfjölskyldunnar segist ekki ætla að tjá sig um orð Hinriks prins , eiginmanns Margrétar Þórhildar danadrottningar, þar sem hann segir drottninguna hafa haft sig að fífli. Politiken greinir frá.

Hinrik sagði í viðtali við danska slúðurtímaritið Se og Hør að drottningin hefði aldrei borið virðingu fyrir sér líkt og eiginkonur eigi að gera.

„Hún hefur mig að fífli. Ég giftist ekki drottningunni til að láta grafa mig í Hróarskeldu,“ var haft eftir prinsinum.

Sjá einnig: Hinrik prins segir eiginkonu sína hafa haft sig að fífli

Fyrir þá sem ekki hafa fylgst með dramatíkinni í Amalienborg þá gaf Hinrik prins út fyrir stuttu að hann hygðist ekki ætla að láta grafa sig við hlið drottningarinnar þar sem hann hafi aldrei hlotið þann titil sem þarf að bera til að mega vera grafinn þar.

Á hann þar við að ávallt hefur hann verið titlaður sem prins en ekki hans hátign. Hinrik rýfur þar með hefð sem ríkt hefur þar í landi í margar aldir. Hefur hann því brugðið á það ráð að láta grafa sig í Hróarskeldu, á stað þar sem prinsi sæmir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×