Erlent

Hundrað ferðamenn innilokaðir eftir öflugan jarðskjálfta í Sichuan héraði í Kína

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Upphaflega var talið að skjálftinn væri 6,6 að stærð og hefði mælst á 32 kílómetra dýpi.
Upphaflega var talið að skjálftinn væri 6,6 að stærð og hefði mælst á 32 kílómetra dýpi. Vísir/AFP
Jarðskjálfti að stærð 6,5 mældist í Sichuan héraði í Kína. Talið er að fimm manns hafi látist og að 60 séu slasaðir þar af 30 alvarlega. Reuters greinir frá.

Yfirvöld telja að um hundrað ferðamenn séu innilokaðir á vinsælum ferðamannastað í héraðinu eftir að aurskriða féll á staðinn. Ekki er vitað hvort þeir hafi slasast eða hvort einhver af þeim hafi látið lífið. Haft var eftir Chen Weide, talsmanni yfirvalda í héraðinu, að sem stendur væri óvíst hvort aurskriðan hafi lent á ferðamönnunum eða hvort þau væru einfaldlega innikróuð.

Skjálftasvæðið er um 200 kílómetrum norðvestur af borginni Guangyuan og var á 10 kílómetra dýpi. Sérfræðingar telja að skjálftamiðjan hafi verið í nálægt héraðinu Ngawa en þar eru íbúar flestir af tíbeskum uppruna. Skjálftar eru algengir á þessu svæði. Björgunarsveitir eru á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×