Fleiri fréttir

Litlir sigrar Trump í Hamborg

Donald Trump forseti Bandaríkjanna, segir að leiðtogafundur tuttugu helstu iðnríkja heims hafi verið mjög árangursríkur

Vopnahlé í Suður-Sýrlandi tekið gildi

Vopnahléð, sem samkomulag náðist um fyrir tilstilli Rússa og Bandaríkjamanna, er enn ein tilraunin til að stilla til friðar í stríðinu í Sýrlandi sem geisað hefur í sex ár

Vatíkanið bannar glútenlausar oblátur

Nýju reglurnar eru tilkomnar vegna þess að oblátur og annað brauðmeti sem notað er í messum er nú selt í auknum mæli á netinu og í stórmörkuðum.

Flóð í Japan: Minnst fimmtán látnir

Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir mikið flóð í Suðvestur Japan. Vatnsveður þessa vikuna olli því að ár og vötn flæddu yfir bakka með þessum afleiðingum. Tólf manns létust í Fukuoka og fjórtán er saknað.

Mannrán náðist á myndband

Ekki er vitað hvað konan heitir en lögregla telur að hún og maðurinn sem rændi henni hafi þekkst.

Theresa May sér ekki eftir neinu

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, sagðist ekki sjá eftir því að hafa boðað til kosninga. Þetta segir hún þrátt fyrir að úrslit nýafstaðinna kosninga í Bretlandi leiddu í ljós minni stuðning við Íhaldsflokkinn. Þá sýna kannanir að 60% kjósenda séu neikvæðari í garð Theresu May eftir kosningarnar heldur en fyrir.

Katarar standa þétt að baki emírnum

Fjögur arabaríki krefjast mikils af Katörum og beita þá viðskiptaþvingunum. Eru Katarar sagðir fjármagna hryðjuverkasamtök. Áhrif þvingananna eru óljós en áttatíu prósent matvæla í Katar koma frá ríkjunum fjórum.

Merkel ranghvolfdi augunum yfir Pútín

Hvort sem Vladimír Pútín var að "hrútskýra“ fyrir Angelu Merkel eða eitthvað annað þá hafa viðbrögð hennar farið sem eldur í sinu um netheima.

Skoða ábendingar um meðferð fyrir dauðvona dreng

Hópur lækna hefur sent sjúkrahúsinu sem annast Charlie Gard, tíu mánaða breskan dreng sem bíður dauðans af völdum sjaldgæfs sjúkdóms, ábendingar um mögulegan ávinning tilraunameðferðar. Sjúkrahúsið hefur óskað eftir að dómstóll taki mál hans fyrir aftur.

Á annað hundrað slasaðir og tugir handteknir vegna leiðtogafundar

Hátt á annað hundrað manns hafa slasast í pústrum mótmælenda og lögreglu í vegna leiðtogafundar helstu iðnríkja heims í Hamborg og tugir manna hafa verið handteknir. Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna hittust í fyrsta skipti á fundi í dag og sagði Trump hann og Putin hafa mikið að ræða og það væri heiður að hitta Rússlandsforseta.

Pútín neitaði að hafa hakkað kosningarnar í Bandaríkjunum

Bandaríkjastjórn og Rússar einbeita sér að því að horfa fram á veginn eftir ásakanir um afskipti þeirra síðarnefndu af forsetakosningunum í Bandaríkjunum í fyrra. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Trump og Pútín hafi átt "kröftugar“ umræður um tölvuárásir Rússa á fundi þeirra í dag.

Trump og Pútín mætast í dag

Samkvæmt rússenskum fjölmiðlum munu Pútín og Trump hittast eftir hádegi í dag en fundur þeirra er talinn munu standa yfir í um klukkutíma.

Réttað aftur yfir Bill Cosby í nóvember

Dómari í máli Bill Cosby tilkynnti í dag að réttað yrði aftur yfir honum í nóvember. Fyrri réttarhöld yfir gamanleikaranum voru ómerkt í síðasta mánuði.

Beraði sig við lögreglumenn og sagði þeim að blása

Þegar lögreglumenn á norðvesturhluta Spánar ætluðu að láta ölvaðan bifhjólamann blása í áfengismæli beraði hann á sér kynfæri og sagði þeim að „blása hérna“. Maðurinn hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi.

Blair kom ekki hreint fram um Íraksstríðið

Höfundur opinberrar skýrslu um þátt Breta í Íraksstríðinu segir að Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki komið hreint fram við þjóðina um þær ákvarðanir sem hann tók. Þetta er í fyrsta skipti sem hann tjáir sig opinberlega um efni skýrslunnar sem kom út fyrir ári.

Sjá næstu 50 fréttir