Erlent

„Karlaeyjan“ komst á heimsminjaskrá Unesco

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Aðgangstakmarkanir að eyjunni eru eins og skilja má afar umdeildar.
Aðgangstakmarkanir að eyjunni eru eins og skilja má afar umdeildar. Vísir/Getty
Japanska eyjan Okinoshima, þar sem konum er óheimilaður aðgangur, hefur komist á heimsminjaskrá Unesco. Eyjan er helgistaður og þar er að finna Okitsu líkneskið sem reist var þar á 17. öld fyrir sjómenn til að biðja fyrir öryggi sínu.

Áður en karlmenn stíga fæti á eyjuna þurfa þeir að afklæðast og undirgangast sérstaka hreinsunarathöfn. Þegar þeir svo yfirgefa eyjuna mega þeir ekki undir neinum kringumstæðum taka með sér minjagripi og ekki segja frá því sem fyrir augu bar.

Í frétt BBC kemur fram að löngu áður en umrætt líkneski var byggt var eyjan notuð sem bænastaður þar sem beðið var fyrir skipum sem sigldu á milli Japans, Kóreu og Kína.

Ferðamenn af karlkyni geta heimsótt eyjuna einn dag á ári, þann 27. maí en einungis er tekið á móti 200 gestum ár hvert og þurfa þeir að taka þátt í helgiathöfnum eyjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×