Erlent

Fyrsta handaband Trump og Putin fangað á myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Trump og Putin ræða við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Trump og Putin ræða við Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Fyrsta handaband Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Vladimir Putin, forseta Rússlands, náðist á myndband í Þýskalandi í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir hittast en þeir munu funda saman seinna í dag.

Báðir hafa þeir sagst vilja bæta samskipti ríkjanna sem hafa beðið hnekki, en Rússar eru sakaðir um að hafa haft afskipti af forsetakosningum Bandaríkjanan með þeim tilgangi að hjálpa Trump að vinna.

Myndbandið var tekið af ljósmyndurum Stjórnarráðs Þýskalands á óformlegum fundi G-20 ríkjanna þar sem þjóðarleiðtogarnir komu saman.

Athygli vekur að Trump beitti ekki sinni frægu handabandatækni þar sem hann togar aðilann sem hann tekur í höndina á til sín.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira