Erlent

Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á líknardeild

Mitch McConnell.
Mitch McConnell. Vísir/Getty

Mitch McConnell, leiðtogi meirihlutans á öldungadeild Bandaríkjaþings, segir tvísýnt með að heilbrigðisfrumvarp flokksins verði samþykkt. Frumvarpið þykir einkar óvinsælt og bæði vinstri- og hægrisinnaðir þingmenn flokksins eru mótfallnir því.

Til stóð að kjósa um frumvarpið í þar síðustu viku en atkvæðagreiðslunni var frestað þar sem ekki tókst að smala nægum atkvæðum.

Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana í öndunarvél

McConnell sagði í gær að erfitt væri að safna stuðningi fyrir frumvarpið. Minnst tíu þingmenn flokksins hafa sagst vera mótfallnir því. Þingmen Repúblikanaflokksins eru eingöngu 52 á mótir 48 þingmönnum Demókrataflokksins.

„Ég er eins og maður með Rubik's kubb. Að reyna að snúa kubbinum á þann veg svo að minnst 50 flokksins sem sætta sig við ákveðna leið til þess að skipta út Obamacare,“ sagði McConnell, samkvæmt NBC.

Hann sagði þó að það kæmi ekki til greina að gera ekki neitt. Nauðsynlegt væri að laga sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna og hann myndi leita til Demókrataflokksins til að finna lausn.

Samkvæmt hinni óháðu stofnun Congressional Budget Office, mun frumvarpið leiða til þess að 22 milljónir manna muni missa tryggingar sínar fyrir árið 2026. Þá er talið að frumvarpið muni koma verulega niður á öldruðu, veiku og fátæku fólki.

Sjá einnig: Heilbrigðisfrumvarp repúblikana á gjörgæslu

Samkvæmt Politico stendur til að kjósa um frumvarpið eftir tvær vikur. Til stóð að kjósa um það í næstu viku, en var því frestað aftur. Á meðan eru þingmenn Repúblikanaflokksins að skoða breytingar á frumvarpinu sem gætu fallið í kramið hjá þeim þingmönnum sem eru mótfallnir því. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.