Fleiri fréttir

Hvassviðri og væta um hvítasunnuhelgina

Leiðindaveðri er spáð um land allt. Spár gera ráð fyrir skúrum og slydduéljum víðast hvar og að gangi í suðaustan hvassviðri eða jafnvel storm, sem telst óvenjulegt á þessum árstíma. Þó verður líklega skásta veðrið á norðausturhorninu.

Þörf á nýrri nálgun á dvalarmál aldraðra

Yfirlæknir öldrunarlækninga á Landspítala segir tíma núna til að gera breytingar á dvalarmálum aldraðra. Biðlistar eftir hjúkrunarrými hafa lengst verulega. Fjölgun þeirra skammgóður vermir og tekur ekki á undirliggjandi vanda. Meðalbiðtími 2018 er 126 dagar.

Málefnaþáttur Stöðvar 2: Ferðamannalandið Ísland

Í fyrsta málefnaþætti Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er fjallað um ferðaþjónustuna sem hefur vaxið mjög fiskur um hrygg frá því að síðast var kosið til sveitarstjórna árið 2014.

Deila um nýja sundlaug í Ísafjarðarbæ

Minnihlutinn gagnrýnir tug milljóna króna hönnunarsamkeppni sem muni að öllum líkindum ekki nýtast. Meirihlutinn vill leggja ákvörðunina undir íbúana.

Segir röngum upplýsingum kerfisbundið dreift

Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu. Hann segir að öllum sem voru á biðlista í apríl verði boðið pláss í haust. Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins bendir á að fjölskyldur verði þó enn án úrræða mánuðum saman.

„Þetta er náttúrulega orðið eins og farsi“

Lögmaður H-foss, félagsins sem stendur að gjaldtökunni við Hraunfossa, gagnrýnir ályktun byggðaráðs Borgarbyggðar sem send var út vegna gjaldtökunnar í dag og segir ekki rétt að verið sé að innheimta vegtolla við bílastæðið.

Telja sýslumenn mismuna kjósendum

Sveitarstjórn Langanesbyggðar telur að ákvörðun sýslumanna að bjóða eingöngu upp á á utankjörfundaratkvæðagreiðslu á skrifstofum sínum feli í sér mismunum fyrir kjósendur í dreifbýli.

Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur

Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra.

Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi

Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri.

Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels

Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin.

Þriðja ofbeldishótunin á undanförnum vikum

Nokkrar hótanir grunnskólabarna um ofbeldi í garð samnemenda sinna hafa komið upp á nokkrum vikum. Lögregla verst allra frétta til að forðast hermiáhrif. Full ástæða til að taka hótanir alvarlega segir prófessor í félagsfræði.

Rannsókn á plastmengun í maga fýla á Íslandi er hafin

Aukið fjármagn veitt til rannsókna sem tengjast plastmengun. Rannsókn á fýlum er þekkt í Norðursjó en stunduð í fyrsta sinn á Íslandi. Niðurstöður munu liggja fyrir í lok árs. Vöktun verður haldið áfram í lengri tíma.

Fá 850 milljónir frá ósjúkratryggðum

Erlendir ósjúkratryggðir einstaklingar eru ákveðin tekjulind fyrir LSH en þeim fylgir einnig mikil þjónusta og aukinn kostnaður. Kulnun í starfi og mönnunarvandi helsta ógn við spítalann til framtíðar að mati forstjórans.

Mánaðarlaun bæjarstjórans hækkuðu um 612 þúsund

Laun kjörinna fulltrúa Kópavogsbæjar hækkuðu umtalsvert á milli áranna 2016 og 2017 þrátt fyrir að þeir hafi ekki þegið hækkun kjararáðs. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri fékk tæpar 2,5 milljónir í laun á mánuði í fyrra og laun bæjarstjórnar- og bæjarráðsfulltrúa hækkuðu um 30 prósent á milli ára.

Klöguhnappur TR er löglegur

Ábendingahnappur á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins sem hægt er að nota til að senda inn nafnlausar ábendingar um meint brot einstaklinga samrýmist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Sjá næstu 50 fréttir