Innlent

Launin hækka í vinnuskólanum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Varmahlíð í Skagafirði.
Varmahlíð í Skagafirði. VÍSIR/VILHELM

Öll tímalaun í Vinnuskóla Skagafjarðar hafa verið hækkuð um 120 krónur. Hækkunin er hlutfallslega mest á tímakaupi nemenda í sjöunda bekk sem fer úr 417 krónum í 517 krónur.

 Launin fara síðan stighækkandi eftir aldri og verða 830 krónur á tímann fyrir nemendur úr tíunda bekk.

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar segir launin hækkuð til að bregðast við ábendingum íbúa og þannig að launin standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið – sem sé lengra heldur en að meðaltali í vinnuskólum landsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.