Innlent

Launin hækka í vinnuskólanum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Varmahlíð í Skagafirði.
Varmahlíð í Skagafirði. VÍSIR/VILHELM
Öll tímalaun í Vinnuskóla Skagafjarðar hafa verið hækkuð um 120 krónur. Hækkunin er hlutfallslega mest á tímakaupi nemenda í sjöunda bekk sem fer úr 417 krónum í 517 krónur.

 Launin fara síðan stighækkandi eftir aldri og verða 830 krónur á tímann fyrir nemendur úr tíunda bekk.

Félags- og tómstundanefnd Skagafjarðar segir launin hækkuð til að bregðast við ábendingum íbúa og þannig að launin standist vel samanburð við önnur sveitarfélög án þess að stytta vinnutímabilið – sem sé lengra heldur en að meðaltali í vinnuskólum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×