Innlent

Málefnaþættir Stöðvar 2 í tilefni kosninga hefjast í kvöld

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fréttastofa heimsótti meðal annars Patreksfjörð á ferð sinni um landið. Þátturinn í kvöld fjallar um ferðamennsku.
Fréttastofa heimsótti meðal annars Patreksfjörð á ferð sinni um landið. Þátturinn í kvöld fjallar um ferðamennsku. Vísir
Fyrsti málefnaþáttur Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningar verður á dagskrá að loknum kvöldfréttum í kvöld. Kvöldfréttir hefjast venju samkvæmt klukkan 18:30 og verður þátturinn í beinu framhaldi af fréttunum um klukkan 18:55.

Fréttamenn hafa ferðast um allt land undanfarnar vikur, tekið púlsinn á kjósendum og greint hvaða málefni brenna helst á landsmönnum öllum og hvaða mál skera sig úr í einstökum sveitarfélögum. Þættirnir eru í opinni dagskrá.

Fyrsti þátturinn af þremur fjallar um ferðaþjónustu sem hefur á skömmum tíma orðið stærsta atvinnugrein landsins. Síðari þættirnir tveir verða á dagskrá föstudagskvöld og þriðjudagskvöld. Í kjölfarið verður svo sýnt frá kappræðum, í Kópavogi á miðvikudagskvöld, Hafnarfirði á fimmtudagskvöld og Reykjavík á föstudagskvöld.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×