Innlent

Málefnaþættir Stöðvar 2 í tilefni kosninga hefjast í kvöld

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Fréttastofa heimsótti meðal annars Patreksfjörð á ferð sinni um landið. Þátturinn í kvöld fjallar um ferðamennsku.
Fréttastofa heimsótti meðal annars Patreksfjörð á ferð sinni um landið. Þátturinn í kvöld fjallar um ferðamennsku. Vísir

Fyrsti málefnaþáttur Stöðvar 2 fyrir sveitarstjórnarkosningar verður á dagskrá að loknum kvöldfréttum í kvöld. Kvöldfréttir hefjast venju samkvæmt klukkan 18:30 og verður þátturinn í beinu framhaldi af fréttunum um klukkan 18:55.

Fréttamenn hafa ferðast um allt land undanfarnar vikur, tekið púlsinn á kjósendum og greint hvaða málefni brenna helst á landsmönnum öllum og hvaða mál skera sig úr í einstökum sveitarfélögum. Þættirnir eru í opinni dagskrá.

Fyrsti þátturinn af þremur fjallar um ferðaþjónustu sem hefur á skömmum tíma orðið stærsta atvinnugrein landsins. Síðari þættirnir tveir verða á dagskrá föstudagskvöld og þriðjudagskvöld. Í kjölfarið verður svo sýnt frá kappræðum, í Kópavogi á miðvikudagskvöld, Hafnarfirði á fimmtudagskvöld og Reykjavík á föstudagskvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.