Innlent

Klöguhnappur TR er löglegur

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar.
Sigríður Lillý Baldursdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar. Vísir/GVa

Ábendingahnappur á heimasíðu Tryggingastofnunar ríkisins sem hægt er að nota til að senda inn nafnlausar ábendingar um meint brot einstaklinga samrýmist lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

Þetta er niðurstaða Persónuverndar í máli kæranda sem taldi óviðunandi að unnt sé að senda inn slíkar nafnlausar ábendingar.

„Þann ábendingahnapp sem hér um ræðir tilgreinir vefsíða TR ekki sem gátt fyrir viðkvæmar persónuupplýsingar,“ segir Persónuvernd. 

Stjórnvöldum geti borist viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga óumbeðið eftir hvaða leið fyrir skrifleg samskipti sem er, meðal annars um ábendingahnappa á vefsíðum eða í tölvupósti.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.