Innlent

Lögreglan hefur yfirheyrt menn sem eru grunaðir í Súðarvogsmálinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann.
Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Vísir/Vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt menn sem eru grunaðir í Súðarvogsmálinu svokallaða. Málið varðar eldsvoða í húsi í Súðarvogi þar sem bensínsprengju var varpað inn um glugga sunnudagskvöldið 29. apríl síðastliðinn.

Íbúar náðu að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Bensínsprengjunni var varpað inn um glugga á annarri hæð hússins eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.

Vísir greindi frá því að tveggja manna væri leitað vegna málsins en að þeir hefði ekki komið í leitirnar enn sem komið er.



Tæpum tveimur vikum frá því Vísir sagði frá því hefur lögreglan yfirheyrt menn sem eru grunaðir í málinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, greindi frá því í samtali við Vísi í morgun en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu, það væri einfaldlega í rannsókn.

Í íbúðinni sem um ræður búa erlend hjón en þeim tókst að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×