Innlent

Lögreglan hefur yfirheyrt menn sem eru grunaðir í Súðarvogsmálinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann.
Töluvert átak hefur falist í því að grýta grjóti í rúðuna og brjóta hana. Svo var bensínsprengju kasta inn um gluggann. Annarri bensínsprengju var kastað en hún rataði ekki inn um gluggann. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur yfirheyrt menn sem eru grunaðir í Súðarvogsmálinu svokallaða. Málið varðar eldsvoða í húsi í Súðarvogi þar sem bensínsprengju var varpað inn um glugga sunnudagskvöldið 29. apríl síðastliðinn.

Íbúar náðu að ráða niðurlögum eldsins en engu að síður urðu töluverðar skemmdir á húsinu. Bensínsprengjunni var varpað inn um glugga á annarri hæð hússins eftir að steini hafði verið kastað í rúðuna og hún brotin.

Vísir greindi frá því að tveggja manna væri leitað vegna málsins en að þeir hefði ekki komið í leitirnar enn sem komið er.

Tæpum tveimur vikum frá því Vísir sagði frá því hefur lögreglan yfirheyrt menn sem eru grunaðir í málinu. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, greindi frá því í samtali við Vísi í morgun en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu, það væri einfaldlega í rannsókn.

Í íbúðinni sem um ræður búa erlend hjón en þeim tókst að ráða niðurlögum eldsins með slökkvitæki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.