Innlent

Milljarðadómur yfir Milestone-mönnum staðfestur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Karl Wernersson hefur verið tíður gestur í dómsölum eftir hrun.
Karl Wernersson hefur verið tíður gestur í dómsölum eftir hrun. vísir/gva

Karl Emil Wernersson, Steingrímur Wernersson og Guðmundur Ólason voru í Hæstarétti í dag dæmdir til að greiða þrotabúi Milestone 5,2 milljarða króna. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í fyrra.

Milestone var í eigu bræðranna Karls og Steingríms ásamt systur þeirra Ingunni Wernersdóttur. Málið sem dæmt var í snerist um kaup þeirra bræðra á eignarhlut Ingunnar í Milestone, sem þeir létu Milestone greiða fyrir. Upphaflega var Ingunni sömuleiðis stefnt en Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði hana í fyrra.

Þeir Guðmundur, Karl og Steingrímur hafa áður verið dæmdir til fangelsisvistar í Hæstarétti vegna sama máls. Í þeim dómi kom fram að þeir hefðu látið Milestone ehf. efna samninga þeirra við Ingunni og greitt henni rúma fimm milljarða króna.

Dóm Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag má lesa hér.


Tengdar fréttir

Allir lýsa yfir sakleysi í Milestone málinu

Allir sakborningar í máli Sérstaks saksóknara í umboðssvikamáli sem tengist Milestone og Ingunni Wernesdóttur lýstu sig saklausa við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sex eru ákærðir í málinu. Bræðurnir Karl og Steingrímur Wernerssynir, sem áttu meirahluta í Milestone og sátu í stjórn félagsins, Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri Milestone og þrír endurskoðendur hjá KPMG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.