Innlent

Samfylkingin með 7 prósentustiga forskot

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það verður fjölmennt í Ráðhúsi Reykjavíkur á næsta kjörtímabili.
Það verður fjölmennt í Ráðhúsi Reykjavíkur á næsta kjörtímabili. Vísir/Stefán

Samfylkingin mælist með afgerandi forystu í Reykjavík í nýrri könnun sem Gallup lét gera fyrir Viðskiptablaðið. Flokkurinn mælist með 31,2% fylgi og fengi því 9 borgarfulltrúa ef gengið yrði til kosninga í dag. Næstur á eftir kæmi Sjálfstæðisflokkurinn með 24,8% og 7 borgarfulltrúa. Píratar eru þriðji stærsti flokkurinn, hlytu 11,5% fylgi og myndi það skila þeim þremur borgarfulltrúum.

Ef tvær síðustu kannannir Viðskiptablaðsins eru bornar saman má sjá að Sjálfstæðsisflokkurinn dalar umtalsvert. Hann mældist með 29,9% og 8 borgarfulltrúa í síðustu könnun, jafn mikið og Samfylkingin.

Fjórir flokkar til viðbótar ná inn einum manni samkvæmt þessari nýjustu könnun Viðskiptablaðsins: VG fær 6,7%, Viðreisn með 6,6%, Miðflokkurinn með 4,2% og Sósíalistaflokkurinn með 3,8%. Alls myndu því 7 flokkar nái inn frambjóðanda í borgarstjórn.

Framsókn kemur þar á eftir með 3,3% atkvæða og engan borgarfulltrúa. Flokkur fólksins hlaut 2,9% fylgi, Kvennahreyfingin 2%, Borgin okkar – Reykjavík 1,4%, Karlalistinn 1,1%, Höfuðborgarlistinn 0,5%, Íslenska Þjóðfylkingin og Alþýðufylkingin 0,01% hvor og Frelsisflokkurinn 0% fylgi.

Fram kemur á vef Viðskiptablaðsins að svarendur hafi því nefnt níu framboð sem ekki náðu inn manni samkvæmt könnuninni. Það hafi orðið til þess að um 11,2% atkvæða könnunarinnar hafi fallið niður dauð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.