Fleiri fréttir

Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru

Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi.

Verjendur óbundnir af viðmiðunarreglum

Fyrirkomulag þóknana fyrir störf verjenda og réttargæslumanna hefur lengi verið gagnrýnt af lögmönnum. Greiðslur fyrir störfin hafa verið nokkuð lægri en gjaldskrá þeirra. Nýr dómur héraðsdóms gæti haft breytingar í för með sér.

VERTOnet stofnað

Í gær var haldinn stofnfundur hagsmunasamtaka kvenna í upplýsingatækni, VERTOnet. Markmið þeirra verður meðal annars að efla hag kvenna í tæknigeiranum.

Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit

Vistmanns á Vernd var saknað í 9 daga án þess að lýst væri eftir honum í fjölmiðlum. Maðurinn var handtekinn í gær og fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Hann er ekki talinn hættulegur, segir forstjóri Fangelsismálastofnunar.

Björgólfur Thor sýknaður af 600 milljóna skaðabótakröfu

Björgólfur Thor Björgólfsson viðskiptamaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknaður af rétt rúmlega 600 milljóna króna skaðabótakröfu tveggja félaga sem Kristján Loftsson, oftast kenndur við Hval, er í forsvari fyrir.

Dæmi um að afgreiðsla skipulags hafi dregist í næstum þrjú ár

Sérfræðingur hjá Samtökum iðnaðarins segir tafir og hæga afgreiðslu hins opinbera aftra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Dæmi eru um að einföld deiliskipulagsbreyting í Reykjavík hafi dregist í á þriðja ár. Hagfræðingur segir að byggja þurfi 45 þúsund íbúðir fyrir árið 2040, en arkitekt varar við skyndilausnum.

Leigjendur látnir gjalda fyrir slæma stöðu á markaði

Lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum segir alltof algengt að leigusalar nýti sér erfiða stöðu leigjenda á markaði til að hækka verð og rukka þá um ýmis aukagjöld. Um 2.500 leigjendur leituðu til samtakanna á síðasta ári og hafa aldrei verið fleiri.

Viðreisn kynnir framboð í Hafnarfirði

Í tilkynningu frá flokknum segir að Viðreisn sé frjálslynt stjórnmálaafl sem leggur áherslu á jafnrétti og jöfn tækifæri allra, frelsi til orðs og athafna sem heftir ekki frelsi annarra.

Um­skurðar­frum­varpið verður ekki svæft í nefnd

Fulltrúar fimm samtaka gyðinga, fjögurra samtaka múslima ásamt þremur fulltrúum evrópskra kirkna flytja erindi á ráðstefnu samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja í Norræna húsinu í dag.

Bein útsending: Ráðstefna um umskurð drengja

Ráðstefna Samráðsvettvangs trúfélaga og lífsskoðunarfélaga um umskurð drengja fer fram í Norræna húsinu í dag, þriðjudaginn 17. apríl. Ráðstefnan hefst klukkan 13 og stendur til klukkan 17.

Sjá næstu 50 fréttir