Innlent

Spænsk yfirvöld hafa afhent gögn í máli Sunnu Elviru

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Spænsk yfirvöld afhentu í gær lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur.
Spænsk yfirvöld afhentu í gær lögreglunni á Höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Vísir/Egill Aðalsteinsson

Spænsk yfirvöld afhentu í gær Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gögn í máli Sunnu Elviru Þorkelsdóttur. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni verða málsgögnin, sem eru á spænsku og ensku, send í þýðingu og eftir það verði hægt að meta hver réttarstaða Sunnu Elviru er hér á landi.

Sunna Elvira var sett í farbann á Spáni þegar eiginmaður hennar Sigurður Kristinsson var handtekinn í janúar hér á landi grunaður um aðild að stórfelldum fíkniefnainnflutningi í svokölluðu skásambandsmáli. Farbanninu yfir Sunnu var aflétt á dögunum og hún kom til landsins með sjúkraflugi fyrir rúmri viku og var lögð inn á Grensás þar sem hún er í endurhæfingu eftir að hún lamaðist við fall á Málaga á Spáni. 

Sigurður Kristinsson hefur setið í gæsluvarðhaldi hér á landi síðan í janúar. Héraðssaksóknari ákærði hann fyrir skattalagabrot við rekstur verktakafyrirtækisins SS verks þann 9. apríl síðastliðinn. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness 30. apríl næstkomandi, en samkvæmt upplýsingum frá héraðssaksóknara er ákært fyrir meiriháttar skattalagabrot.

Gæsluvarðhaldi yfir Sigurði rennur út í dag en fyrir hádegi var ekki ljóst hvort farið yrði fram á framhald á því.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.