Innlent

Vatnavextir og líkur á skriðuföllum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Suðausturhornið má búast við vatnavöxtum í dag.
Suðausturhornið má búast við vatnavöxtum í dag. VÍSIR/VILHELM

Það verður suðaustan strekkingur í dag, rigning og milt, en víða bjartviðri norðan heiða. Engu að síður eru gular viðvaranir í gildi fyrir Austur- og Suðausturland vegna úrhellis. Búast má við auknu rennsli í ám og lækjum á svæðinu, bæði vegna rigningar en ekki síst snjóbráðnunar. Að sögn Veðurstofunnar kann þetta jafnframt að auka líkurnar á skriðuföllum á suðausturhorni landsins.

Það verður þó þurrt að kalla annars staðar á landinu og hitinn verður á bilinu 6 til 14 stig.

Búast má við hægari vind á morgun, sumardaginn fyrsta, og dálítilli vætu öðru hverju á Suður- og Vesturlandi, annars þurrt að kalla og sæmilega hlýtt áfram.

Litlar breytingar verða í veðrinu á föstudag, dálítil súld fyrir norðan og stöku skúrir syðra, en á laugardag fer væntanlega að rigna sunnan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Austan 3-8 m/s og víða bjartviðri N-lands, annars skýjað og sums staðar dálítil rigning á S-verðu landinu. Hiti 5 til 12 stig.

Á föstudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt. Súld með köflum norðan heiða, en stöku skúrir SV-lands. Hiti 3 til 12 stig, hlýjast á SA-landi.

Á laugardag:
Austlæg átt og fer að rigna, fyrst SA-lands, en þurrt fram á kvöld á N- og V-landi. Hiti 3 til 10 stig, mildast S- og SV-lands.

Á sunnudag:
Norðaustlæg átt og rigning, en úrkomulítið S- og V-lands. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt og bjart með köflum S-lands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 1 til 10 stig, hlýjast á S-landi.

Á þriðjudag:
Austlæg átt, skýjað og dálítil væta á S-verðu landinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.