Innlent

Slökktu eld í gámi á Granda

Birgir Olgeirsson skrifar
Mikinn reyk lagði yfir svæðið.
Mikinn reyk lagði yfir svæðið. Vísir/Bjartur
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins barðist við eld í gámi úti á Granda í Reykjavík á fjórða tímanum í dag. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru slökkviliðsmenn langt komnir með að ráða niðurlögum eldsins og slökkvistarfi við það að ljúka. 

Er talið að allskonar plastrusl hafi verið í gámnum en mikinn reyk lagði frá brunanum yfir svæðið.

Fréttin var uppfærð klukkan 15:35 

Vísir/Bjartur
Vísir/Bjartur
Vísir/Bjartur
Vísir/Bjartur
Vísir/Bjartur
Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×