Innlent

Maðurinn sem leitað var að er fundinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Jóhann Friðfinnur Sigurðsson.
Jóhann Friðfinnur Sigurðsson.
Uppfært 23:53: Maðurinn sem leitað var er fundinn heill á húfi. Lögreglan þakkar veitta aðstoð.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Jóhanni Friðfinni Sigurðssyni, 53 ára, til heimilis að Mánatúni 2 í Reykjavík, en ekkert er vitað um ferðir hans frá því í gærmorgun. Talið er mögulegt að hann hafi þá verið á ferðinni í Áslandshverfinu í Hafnarfirði, eða á þeim slóðum. Björgunarsveitir af öllu höfuðborgarsvæðinu leita að honum í Hafnarfirði.

Jóhann Friðfinnur, sem er 185 sm á hæð, er þreklega vaxinn og með skollitað hár. Hann er klæddur í bláar gallabuxur, svarta, þunna úlpu og gráa Skechers íþróttaskó.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu hafa allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu verið kallaðar út til leitar að Jóhanni Friðfinni. Um hundrað björgunarsveitarmenn séu þegar farnir af stað til leitar.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir Jóhanns Friðfinns, eða vita hvar hann er að finna, eru vinsamlegast beðnir um að hafa tafarlaust samband við lögreglu í síma 112.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×