Fleiri fréttir

„Gríðarleg hætta“ fólgin í snjallúrum fyrir börn

Forstjóri Persónuverndar segir að komið hafi í ljós að auðvelt geti reynst að brjótast inn í snjallúr sem sérstaklega eru ætluð börnum. Þannig sé hægt að fylgjast með og eiga í samskiptum við börn án vitnesku foreldra. Hættan sem þessu fylgir geti verið gríðarleg.

Ekið á barn á Hringbraut

Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað.

Eldisfyrirtæki klagar prest til kirkjunnar

Forsvarsmenn Fiskeldis Austfjarða kvörtuðu í fyrra til þjóðkirkjunnar undan framgöngu Gunnlaugs Stefánssonar, sóknarprests í Heydölum. Hefur barist gegn sjókvíaeldi en á sjálfur hagsmuna að gæta í laxveiðihlunnindum í Breiðdalsá.

Tjón að missa út nýju þotuna

Icelandair hyggst nýta tækifærið og gera breytingar á nýrri Boeing 737 Max 8 vél sem skemmdist þegar hún fauk á Leifsstöð á jóladag. Vélin er ekki ónýt en viðgerðin er flókin.

SA býður afturvirkni með skilmálum

Framkvæmdastjóri SA segir samtökin reiðubúin að fallast á kröfu um afturvirkni samninga verði samið á skynsamlegum nótum fyrir mánaðamót. Verkalýðshreyfingin hefur lagt mikla áherslu á afturvirknina. Deiluaðilar funda öðru sinni hjá ríkissáttasemjara í dag.

Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum

Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Meðaldvalartími sjúklinga á bráðamóttöku sem bíða innlagnar á deildir Landspítalans hefur lengst og er um fjórum sinnum lengri en æskilegt þykir.

Leit hætt í Skerjafirði

Björgunarsveitarmenn svipast nú um í Skerjafirði eftir að tveir vegfarendur töldu sig hafa séð neyðarblys.

Lækkuðu vægi erindreka ESB

ESB er ekki lengur skilgreint af yfirvöld Bandaríkjanna sem þjóðríki. Þess í stað er sambandið skráð sem Alþjóðleg samtök.

Ekkert barn ætti að vera fórnarlamb ofbeldis, ótta eða áfalla

Hundrað árum eftir lok fyrri heimsstyrjaldar eru grundvallarmannréttindi og lög sem eiga að vernda börn gegn hörmulegum afleiðingum stríðsátaka, stanslaust brotin án nokkurra refsinga. Framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children á Íslandi segir ríkisstjórnir um allan heim verða að binda endi á óásættanlegt ofbeldi.

Sjá næstu 50 fréttir