Innlent

Ekið á barn á Hringbraut

Samúel Karl Ólason skrifar
Sjúkrabíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti vegfarendann á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi.
Sjúkrabíll frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti vegfarendann á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi. Vísir/Tumi
Ekið var á barn við gatnamót Hringbrautar og Meistaravalla á níunda tímanum í morgun. Á gatnamótunum eru gönguljós en börn í Vesturbæjarskóla eru meðal þeirra sem nýta ljósin á leið í og úr skóla.

Sjúkrabíll frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins flutti barnið á slysadeild til skoðunar og var var lögreglan með þó nokkurn viðbúnað á vettvangi.

Upplýsingar um ástand barnsins liggja ekki fyrir að svo stöddu en talið er að það sé ekki mikið slasað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×