Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Meðaldvalartími sjúklinga á bráðamóttöku sem bíða innlagnar á deildir Landspítalans hefur lengst og er um fjórum sinnum lengri en æskilegt þykir. Landlæknir leggur til að ákvörðun um flutning Hjartagáttar verði endurmetin. Við verðum í beinni útsendingu með forstjóra Landspítalans vegna málsins í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Greint verður frá nýrri könnun frá Rannsókn og greiningu en samkvæmt henni hafa um tíu prósent framhaldsskólanema notað lyfseðilskyld lyf án lyfseðils. Þá nota nærri átta prósent nemenda, sem aldrei hafa reykt sígarettur, rafrettu daglega. 

Tugir fulltrúa Starfsgreinasambandsins og atvinnurekenda funduðu í dag um einstök málefni sem verða tekin fyrir í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins á fimmtudag. Framkvæmdastjóri segir einhverja niðurstöðu þurfa að liggja fyrir á næstu dögum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun. Nánar verður rætt við upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar um málið í kvöldfréttum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Vísis og Stöðvar 2 klukkan 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×