Erlent

Umræður um Brexit-samning May halda áfram

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælendur við breska þingið.
Mótmælendur við breska þingið. Vísir/EPA
Breskir þingmenn taka útgöngusamning Theresu May forsætisráðherra við Evrópusambandið aftur til umræðu í dag. Búist er við því að greidd verði atkvæði um samninginn á þriðjudag í næstu viku en atkvæðagreiðslu um hann var frestað í síðasta mánuði.

Ríkisstjórnin er sögð ætla að birta skjal síðar til að sefa áhyggjur um afleiðingar samningsins fyrir Norður-Írlandi. Einn helsti ásteytingarsteinninn í samningaviðræðunum við Evrópusambandið hefur verið hvernig landamærum Írlands, sem verður áfram í sambandinu, og Norður-Írlands, sem er hluti af Bretlandi.

Breska ríkisútvarpið segir að lagt sé til að norður-írska þingið fái heimild til að hafna nýjum Evrópureglum þurfi landsvæðið að beygja sig tímabundið áfram undir innri markaði og tollasamstarf ESB eftir fyrst eftir útgönguna 29. mars.

Ríkisstjórn May beið vandræðalegan ósigur í þinginu í gær þegar hópur tuttugu þingmanna Íhaldsflokksins tók höndum saman við þingmenn Verkamannaflokksins um að lýsa andstöðu við að Bretlandi gangi úr ESB án útgöngusamnings.

Til stóð að þingið greiddi atkvæði um útgöngusamning May 11. desember. Þeirri atkvæðagreiðslu var frestað þar sem ljóst var að hann yrði kolfelldur. May hefur síðan freistað þess að fá frekar tryggingar frá Evrópusambandinu sem gætu aflað samningnum stuðnings heima fyrir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×