Innlent

Leit hætt í Skerjafirði

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er notaður til leitarinnar og Óðinn, bátur Landhelgisgæslunnar, er einnig á vettvangi.
Einn bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er notaður til leitarinnar og Óðinn, bátur Landhelgisgæslunnar, er einnig á vettvangi. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitarmenn svipast nú um í Skerjafirði eftir að tveir vegfarendur töldu sig hafa séð neyðarblys. Einn bátur frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg er notaður til leitarinnar og Óðinn, bátur Landhelgisgæslunnar, er einnig á vettvangi. Þá er notast við tvö jetski.

Þegar þetta er skrifað er um klukkustund liðin frá því að tilkynning barst og er ekki búið að finna nein ummerki um slys á firðinum eða um að neyðarblysi hafi verið skotið á loft þaðan. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að ekki sé vitað um báta eða aðra á svæðinu sem gætu þurft aðstoð.

Leitað verði þó á svæðinu og gengið úr skugga um að þar sé enginn í neyð.

Uppfært klukkan 15:44

Eftir rúmlega tveggja klukkustunda leit var henni hætt. Talið er mögulegt að um flugeld hafi verið að ræða. Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að vegfarendurnir tveir hafi sýnt rétt viðbrögð. Alltaf eigi að tilkynna ef menn telja sig hafa séð neyðarblys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×