Fleiri fréttir

Trump og Cohen vilja rifta þagnarsamkomulaginu

Fyrr á þessu ári stefndi Stormy Daniels Bandaríkjaforseta. Hún sagði samninginn vera merkingarlausan með vísan til þess að Donald Trump hefði sjálfur aldrei skrifað undir hann. Trump kveðst sammála Daniels.

Skiptar skoðanir Vesturbæinga á Októberfest: Stúdentaráð segist gera allt sem það getur til þess að takmarka hávaða

Nokkurrar óánægju hefur gætt í Facebook-hópnum Vesturbærinn, sem er hópur ætlaður íbúum Vesturbæjarins og vettvangur fyrir ýmiskonar umræðu um hann, vegna tónlistarhátíðarinnar Októberfest, sem haldin er á vegum Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Þykir sumum íbúum í grennd við Vatnsmýrina, hvar hátíðin er haldin, hávaðinn frá viðburðinum of mikill, auk þess sem hann standi yfir of lengi inn í nóttina.

Vill opna umræðuna um sjálfsvíg eftir að hafa misst son sinn

Móðir sem missti son sem féll fyrir eigin hendi segir mikilvægt að efla forvarnir og að fólk sé upplýst um hvert það getur leitað hjálpar. Ekki sé sjálfgefið að komast í gegnum sorgina sem fylgi því að missa barn eða náinn ástvin. Að jafnaði taka á milli 35 og 40 manns eigið líf á Íslandi á ári hverju.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Í kvöldfréttum rýnum við í skýrslu embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna en í skýrslunni kemur fram að sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir stúlkna hafi aukist frá aldamótum en um þriðjungur stúlkna og tæplega fjórðungur drengja á framhaldsskólaaldri hafa hugleitt það að alvöru að taka eigið líf. Lítill stuðningur frá foreldrum og vinum getur aukið líkurnar á hættunni á sjálfsvígshugsunum. Í fréttatímanum verður rætt við móður en sonur hennar svipti sig lífi sextán ára gamall.

Gangnamaður féll af hestbaki

Það var á þriðja tímanum sem björgunarsveitin á Þórshöfn var kölluð út vegna gangnamanns sem hafði dottið af hestbaki á Hvammsheiði.

Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins

Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið.

Segja RÚV leigja út búnað á verulegu undirboði

Samkeppnisyfirlitinu hefur borist kvörtun frá fyrirtækinu GN Studios ehf., sem heldur utan um rekstur kvikmyndaþorpsins í Gufunesi, vegna útleigu RÚV á tækjabúnaði og aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni.

Ólína fagnar nýjum áratug á Suðurlandi

Ólína Þorvarðardóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi þingmaður, er sextug í dag. Hún hefur flakkað milli Reykjavíkur og Ísafjarðar. Nú hefur hún uppgötvað Suðurlandið.

Tveir fluttir á slysadeild vegna bílveltu á Kringumýrarbraut

Tveir voru fluttir á slysadeild eftir að bíll valt tvær veltur á Kringlumýrarbraut við brúna milli Fossvogs og Hlíða. Slökkviliði barst tilkynning um slysið um klukkan 9:45 og voru farþegar komnir út úr bílnum þegar viðbragðsaðila bar að garði.

Hver eru þau og hvar?

Hvaða skilyrði þarf maður að uppfylla til að komast á skrá lögreglunnar um horfna menn? Til hvers er skráin og hverja vantar á hana? Fréttablaðið rýnir í horfinnamannaskrá og þekkt mannshvörf sem ekki komast á hana.

Segir áherslurnar kolrangar í samræmdu íslenskuprófi

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, gagnrýnir kynningarpróf fyrir samræmd próf í íslensku fyrir 9. bekk. Hann telur kolrangar áherslur vera í prófinu sem sé ekki í samræmi við námskrá.

Óvissan allsráðandi fyrir kosningarnar

Landslagið í sænskum stjórnmálum er gjörbreytt eftir stökk Svíþjóðardemókrata. Þrír flokkar leiða kapphlaupið um að verða stærsti flokkur landsins.

Sláandi tölur um tilraunir ungmenna til sjálfsvígs

350 drengir og 613 stúlkur sögðust hafa gert tilraun til sjálfsvígs einhvern tímann á ævinni samkvæmt nýrri skýrslu Embættis landlæknis. Sérfræðingar kalla á geðrækt á öllum skólastigum barna.

Frakkar saka Rússa um geimnjósnir

Rússneskt gervitungl er sagt hafa reynt að hlera fjarskipti gervihnattar sem franskir og ítalski herinn nota til að skiptast á háleynilegum upplýsingum.

Obama rýfur þögnina um Trump

Fyrrverandi Bandaríkjaforseti, Barack Obama, kom sér loks aftur út á vettvang stjórnmálanna í dag þegar hann hélt ræðu fyrir nemendur University of Illinois-Urbana skólans í bænum Urbana í Illinois. Obama beindi orðum sínum reglulega að núverandi forseta, Donald Trump og gagnrýndi hann og verk hans. Obama hefur frá embættisttöku Trump haft sig hægan í gagnrýni.

„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“

Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð.

Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag.Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu

Sjá næstu 50 fréttir