Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar Heimir Már Pétursson skrifar 7. september 2018 20:50 Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt. Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Ríkisstjórnin boðar skattalagabreytingar sem koma eigi lág og millitekjuhópum til góða. Þá mun samgönguáætlun til næstu ára loksins líta dagsins ljós á fyrstu dögum haustþings sem kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra reiknar með að tekist verði á um nýtt frumvarp um veiðileyfagjöld. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar komu saman til ríkisráðsfundar með forseta Íslands á Bessastöðum klukkan fjögur í dag. Þetta var síðasti ríkisráðsfundurinn áður en Alþingi kemur saman á þriðjudag. Forsætisráðherra boðar skattalagabreytingar í fjárlagafrumvarpinu. „Fjárlögin verða auðvitað bara í takti við tiltölulega nýsamþykkta fjármálaáætlun og síðan verður auðvitað svokallaður tekjubandormur þar sem við munum sjá tilteknar ráðstafanir í skattamálum. Eins og boðað hafði verið í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar frá því í vor þá munu þær ekki síst snúast um lágtekjuhópa og lægri millitekjuhópa.“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Bessastöðum í dag. Mörg önnur stór mál munu setja svip sinn á haustþingið og ber fyrst að nefna samgönguáætlun sem beðið er með mikilli eftirvæntingu, þar sem mikil og stór verkefni bíða, bæði í nýframkvæmdum og viðhaldi víðs vegar um landið. Einnig má reikna með stórum og umdeildum málum frá öðrum ráðherrum. „Kannski þau stærstu hjá mér verða ekki á dagskrá fyrr en að loknum áramótum og þau verða endurskoðun á lögum um Seðlabanka Íslands en sjálf verð ég með mitt fyrsta mál, breytingu á lögum um umboðsmann barna þar sem tekið verður upp það nýmæli að halda barnaþing reglubundið.“ segir forsætisráðherra. Það má reikna með átökum um frumvarp sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld en frumvarp atvinnuveganefndar um lækkun þeirra komst ekki í gegnum Alþingi á vorþinginu.„Enda fannst mer það sanngjarnt að Alþingi fengi meiri tíma til að ræða framtíðarfyrirkomulag veiðigjalda. Ráðherrann hefur núna verið að vinna að frumvarpi um það efni í sumar þannig ég á von á því að það auðvitað fari fyrir þingið en ég veit líka að það verður auðvitað tekist á um það eins og ávallt þegar veiðigjöld eru til umræðu á Alþingi.“Aðspurð hvort hún spái átakamiklu þingi segist Katrín vonast til þess að þingmenn nái saman um flest mál, þó að sjálfsögðu verði þau ekki sammála um allt.
Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira