Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vísir
Í kvöldfréttum rýnum við í skýrslu embættis landlæknis um sjálfsvígshugsanir og sjálfsvígstilraunir meðal íslenskra ungmenna en í skýrslunni kemur fram að sjálfsskaði og sjálfsvígshugsanir stúlkna hafi aukist frá aldamótum en um þriðjungur stúlkna og tæplega fjórðungur drengja á framhaldsskólaaldri hafa hugleitt það að alvöru að taka eigið líf. Lítill stuðningur frá foreldrum og vinum getur aukið líkurnar á hættunni á sjálfsvígshugsunum. Í fréttatímanum verður rætt við móður en sonur hennar svipti sig lífi sextán ára gamall.

Við fylgjumst einnig með aðdraganda þingkosninganna í Svíþjóð sem fara fram á morgun en mikið óvissa er um niðurstöðuna. Kannanir benda til að þriðjungur kjósenda sé ekki búinn að gera upp hug sinn.

Þá kíkjum við í réttir í Tungnarétt á Suðurlandi en um fimm þúsund fjár og annað eins af fólki kom saman í blíðskapar veðri. Fjallkóngur Tungnamanna segir réttardaginn miklu skemmtilegri en jólin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×