Innlent

Grunur um íkveikju og pallbíll alelda við Korputorg

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Grunur er um íkveikju í geymsluhúsnæði við Kleppsmýrarveg.
Grunur er um íkveikju í geymsluhúsnæði við Kleppsmýrarveg. Vísir/Vilhelm
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í nótt, annars vegar kviknaði í geymlsuhúsnæði við Kleppsmýrarveg og hins vegar kviknaði í pallbíl við Korputorg.

Á þriðja tímanum í nótt barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um eld í geymsluhúsnæði við Kleppsmýrarveg í Reykjavík í nótt. Reykkafarar og tvær stöðvar voru sendar á vettvang. Engan sakaði. Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við Vísi að grunur sé uppi um íkveikju. Málið er í rannsókn.

Klukkan hálf sex í morgun var tilkynnt um eld í pallbíl við Korputorg en þegar slökkviliðið mætti á vettvang var bifreiðin alelda og þá hafði eldurinn borist í bíl sem stóð við hlið hennar. Ekki er vitað hvernig kviknaði í pallbílnum og er málið í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×