Fleiri fréttir

Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur

Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann.

Mengun fer minnkandi

Þorsteinn Jóhannsson hjá Umhverfisstofnun segir að loftmengun sé ekkert minna vandamál á Akureyri en í Reykjavík, en að þrátt fyrir aukna umræðu um hana sé hún að minnka með árunum. Hann vill samt sjá meira gert.

Stórar hugmyndir án útfærslu

Fátt kom á óvart á fyrsta landsþingi Miðflokksins um helgina að mati stjórnmálafræðinga. Flokkurinn hafi plantað sér á miðjuna, hægra megin við Framsókn. Mikið um stórar hugmyndir en minna af útfærslum.

Fjöldahandtökur við Sólheima

Fimm ungmenni voru handtekin í gærkvöldi eftir að lögreglu barst tilkynning um líkamsárás við Sólheima í Reykjavík.

Ákærður fyrir 50 milljóna króna skattsvik

Sigurður Ragnar Kristinsson, eiginmaður Sunnu ­Elviru Þorkelsdóttur, og tveir aðrir hafa verið ákærðir fyrir skattsvik sem tengjast fyrirtækinu SS verk ehf. Meint skattsvik nema um 100 milljónum króna.

Síendurteknar árásir á afganska kjósendur

Fjórar árásir á fólk sem beið eftir að vera skráð á kjörskrá. ISIS lýsti yfir ábyrgð á árás gærdagsins þar sem 57 féllu. Kosið til þings í október. Kosningunum ítrekað verið frestað af öryggisástæðum.

Tíu ár frá gas, gas, gas

Sturla Jónsson segir ástandið hafa versnað frá mótmælum vörubílstjóra á Suðurlandsvegi fyrir tíu árum. Hiti var í mótmælunum og sá lögregla sig knúna til þess að beita piparúða. Steinum og eggjum var kastað í lögreglu.

Tvær launahækkanir og eingreiðslur

Framhaldsskólakennarar fá rúmlega tveggja prósenta afturvirka launahækkun frá 1. nóvember og einnig tveggja prósenta hækkun frá 1. júní auk eingreiðslna, samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var í gær. Þá fara 350 til 400 milljónir í breytingar á vinnutillhögun kennara

Eigum að kaupa íslenskt og borða íslenskt

Íslendingar ættu að leggja aukna áherslu á landgræðslu, skógrækt og innlendan landbúnað vegna umhverfissjónarmiða. Umhverfis- og orkumál voru efst á baugi í stefnuræðu formanns Miðflokksins á landsþingi flokksins í dag.

Harpa hlýtur USITT byggingarlistaverðlaun

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús, hlaut á dögunum byggingarlistaverðun United States Institute og Theatre Technology en verðlaunin eru veitt fyrir mikla verðleika hússins.

Sjá næstu 50 fréttir